Upplýsingar

Hótel Keflavík er fyrsta flokks hótel í miðbæ Keflavíkur. Það hefur þótt kærkominn dvalarstaður fyrir þá sem vilja hvílast vel áður en haldið er af stað til annarra landa. Þaðan er aðeins um fimm mínútna akstur að flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Glæsilegur morgunverður er veittur árla morguns fyrir gesti hótelsins sem þurfa að fara snemma í flug og er þeim síðan boðinn akstur á flugstöðina og geymsla á bílnum meðan dvalið er erlendis endurgjaldslaust.

Hótel Keflavík er rétti staðurinn, hvort sem um er að ræða fyrir árshátíðina eða fundinn. Hægt er að velja milli salarkynna Sólsetursins, KEF Restaurant & Bar eða fundarsals á fyrstu hæð hótelsins.

Veitingastaðurinn KEF Restaurant & Bar býður upp á ljúfa stemmningu í fallegu umhverfi. Staðurinn er allt í senn veitingasaður og bar. Aðbúnaðurinn á hótelherbergjum er einn sá besti hér á landi en á hverju herbergi má meðal annars finna sjónvarpskerfi, kæliskáp, síma, peningaskáp, buxnapressu, og tölvutengi.

Í fullútkominni líkamsræktarstöð, Lífstíl er stór æfingasalur, erobik og spinning auk annarra aðstöðu s.s. ljósabekkja og sauna. Hótel Keflavík er fyrsta flokks hótel í miðbæ Keflavíkur. Hótelið hefur frá upphafi verið rekið af Steinþór Jónssyni og fjölskyldu hans.

Ráðstefnuhald og árshátíðir fyrirtækja hafa aukist jafnt og þétt enda aðstaða öll hin besta og afþreying í miklu úrvali en áhersla hefur verið lögð á að veita góða og persónulega þjónustu í hvívetna.

Á Reykjanesi eru nokkrar af perlum íslenskrar náttúru svo sem hið rómaða Bláa Lón, Reykjanesskaginn og margt fleira.