Þjónusta & aðstaða

Hótel Keflavík býður uppá úrval af þjónustu fyrir gesti hótelsins. Á hótelinu er m.a. að finna a la carté veitingastað og 500 fermetra líkamsræktarstöð með gufubaði og ljósabekkjum.

Morgunverður er borinn fram frá 5 til 10 á morgnana þannig að sem flestir ættu að geta fengið sér góðan og næringaríkan morgunmat fyrir flugið. Fyrir þá gesti sem fara í morgunflug er í boði skutl uppá flugvöll, endurgjaldslaust.

Á Hótel Keflavík finnur þú fyrsta flokks fundar- og ráðstefnuaðstöðu fyrir fundinn eða ráðstefnuna.